Ragga in the CITY

New York city is in many way’s the knitter’s Mecca. With stores such as Habu Textiles on 29th, Purl Soho on Broome and Brooklyn General Store across the river, a knitter can surely be endlessly inspired and spend days (weeks, months… probably) just browsing the wonderful colors and fibers. I taught my Little Lopapeysa class in Purl and BGS and met a bunch of wonderful knitters in both places. Like many fiber enthusiasts I also like to roll around in trimmings and fabrics, so I decided to spend an afternoon in the garment district. I really recommend a visit there – and a word of advice: the less attractive the shops look on the outside the more treasures they tend to hold inside. So don’t be discouraged even if some of them look less than glamorous.

In spite of what they say about New Yorkers, knitters are the same everywhere – such warm, lovely and inspiring people. If everyone would knit we would probably have less troubles in the world! Oh, and this city has definitely the best pizzas in the world (and yes I’ve been to Italy).
Another purpose of my trip was to attend Vogue Knitting Live. The first knitting convention organized by  Trisha Malcolm and her team at Vogue Knitting magazine. The program was VERY impressive with all the brightest stars of the knitting world in numerous lectures and classes – the classes filled up really quickly – so if you’re thinking of going the next time you should definitely book right away when they open. A contest in designing garments out of mohair was held in cooperation with Magic of Mohair – the South African non-profit organization promoting the mohair industry in South Africa. The finalists were shown at the gala dinner on Saturday night – and WOW… such talent. There were hand painted coats, lovely dresses, beautiful pieces all together. I was so impressed. The winner of the contest was Laura Zukaite with an exquisite halter dress. All in all it was a great event to attend and of course provided super networking opportunities for someone running a knitting business:) The next one is happening in LA September 23-25 2011, so stay tuned!
//

New York er eiginlega Mekka prjónarans svo það var sannarlega kominn tími til að fara þangað í allsherjar prjónavinnuferð. Innblásturinn er óþrjótandi í búðum eins og Habu Textiles á 29. stræti, Purl Soho á Broome og Brooklyn General Store hinum megin við Austurá. Ég er viss um að prjónarar gætu eytt mörgum dögum (eða vikum… eða mánuðum) í að velta sér upp úr litunum, áferðinni og öllu girnilega prjónadótinu í boði.  Ég kenndi lopapeysunámskeið í Purl og BGS og hitti helling af dásamlegu fólki með brennandi áhuga á íslenskri ull og prjóni. Margir sem prjóna hafa líka áhuga á efnum, borðum, blúndum og saumaskap. Ég er ein af þeim – og ákvað þessvegna að eyða eftirmiðdegi í garment district þar sem úir og grúir af efnabúðum og litlum holum með ótrúlegu úrvali af alls konar gúmmulaði. Ég mæli sterklega með heimsókn þangað – en látið ekki blekkjast af hrörlegu útliti búðanna… þumalputtareglan virðist vera að því hörmulegri sem aðkoman er, því meira spennandi er innihaldið.

Stundum er sagt að New York búar séu ekkert sérstaklega hlýlegir við túrista… en prjónarar eru eins um allan heim. Dásamlega hlýir og ljúfir. Ef allir myndu prjóna væri örugglega friður á jörð! Já og eitt enn um New York – þar fást bestu pizzur í heimi – og já ég hef komið til Ítalíu!

Annar tilgangur fararinnar var að taka þátt í Vogue Knitting Live. Fyrstu ráðstefnunni sem Trisha Malcolm og hennar lið hjá Vogue Knitting tímaritinu skipuleggja – athugið að í Evrópu er tímaritið selt undir heitinu Designer Knitting. Prógrammið var mjög girnilegt og bauð upp á námskeið og fyrirlestra með öllum helstu súperstjörnum prjónaheimsins. Hönnunarkeppni var haldin í samvinnu við Magic of Mohair, non-profit samtök sem vinna að framgangi mohair frá Suður Afríku (etv. eitthvað sem væri hægt að spá í fyrir íslensku ullina).  Vinningshafinn var Laura Zukaite sem hannaði agalega lekkeran hlírakjól. Það var frábært að fara á þennan viðburð og tækifærin mikil fyrir konu með pínkulítið prjónafyrirtæki:) Næsta VKL ráðstefna verður haldin í LA 23.-25. september 2011, fylgist með!
Advertisements
This entry was published on February 1, 2011 at 11:03 and is filed under Uncategorized. Bookmark the permalink. Follow any comments here with the RSS feed for this post.

One thought on “Ragga in the CITY

  1. I am so glad that you had a good time in NYC! and, yes, there are many wonderful shops if you know where to look! 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: